Albúm Seyðisfjörður

 

 

bókin_opna_1_PR

 

 

album_seydisfjordur_PR

 

RoShamBo teymið sá um útfærslu og gerð ljósmyndabókarinnar Albúm Seyðisfjörður fyrir Seyðisfjaðrarkaupstað. Við lögðum upp með þá hugmynd að ljósmyndabókin myndi verða eins konar persónulegt albúm bæjarbúa þar sem samansafn myndanna gæfi tilfinningu fyrir mannlífi og umhverfi með þeirra sjónarhorni. Því var efnt til ljósmyndasöfnunar meðal heimamanna og gesta Seyðisfjarðar og kallað eftir myndefni sem að þeirra mati þætti áhugavert, fallegt eða einkennandi fyrir Seyðisfjörð. Þar sem ljósmyndun almennings hefur aukist gríðarlega á síðustu árum kom ekki á óvart hversu mikill fjöldi mynda barst við söfnunina sem fór fram síðastliðið haust.

Við val myndanna var horft til þess að ná fram Seyðfirskri stemningu og yfirbragði en það kom skemmtilega á óvart hversu margar einstaklega góðar ljósmyndir var að finna í safninu. Þó er ekki um neina glansmynd að ræða heldur fá allar árstíðir og veðrabrigði að njóta sín eins og hin fræga Austfjarðaþoka sem og yfirþyrmandi vetrarmyrkrið.

Bókin er 84 blaðsíður og inniheldur 65 ljósmyndir eftir 38 ljósmyndara; áhugaljósmyndara, listamenn, bæði innfædda og þá sem stoppa stutt við í bland.

 

::

 

Album Seyðisfjörður is a photo book designed for the Seyðisfjörður municipality. The concept, design and layout was done by RoShamBo in collaboration with the municipalities office of tourism and culture.

In autumn 2013 we made an open call for contributions to the book from locals and visitors. This resulted in a collection of over 500 images from which we eventually selected 65, from 38 different photographers. Those images form the 84 page book and give a homely and honest feeling for Seyðisfjörður; stunning images of the nature in all seasons, bright sunny summer days, the famous Eastern fog, winter darkness and northern lights, along with more intimate images of the people of Seyðisfjörður during festive occasions and in their daily lives.

myndir úr prentsmiðjunni :: images from the printshop