Meira súrdeig :: More sourdough

photo 2 (4)

Vinkona okkar hún Þóra á farfuglaheimilinu Haföldu var svo indæl að lofa okkur að halda annað námskeið í súrdeigsbakstri hjá sér. Á námskeiðinu var farið skref fyrir skref í gegnum bakstur með súrdeigi og bökuð tvö brauð, eitt létt og eitt þungt. Notast var meðal annars við hráefni frá Móður Jörð, heilhveiti og bygg, og farið í gegnum ýmsan fróðleik um kosti og eiginleika súrdeigs, mismunandi mjöl og korntegundir auk annars áhugaverðs efnis. Það var boðið upp á léttan hádegisverð, ný orpin egg frá hænunum hennar Þóru og ilmandi brauð sem átti sinn þátt í að gera þennan laugardagsmorgunn all verulega notó. Þátttakendur fóru heim með tvö brauð (annað óbakað) og afleggjara af eðal súr.

::

Our friend Thora at the local youth hostel Hafaldan was so generous as to allow us to hold another seminar in the art of sourdough baking at her place. In the seminar we went step by step through the process of baking with sourdough and made two breads, one light and one dense. We used ingredients from the local, organic farm Vallanes, wholewheat and barley, and went through all kinds of juicy facts about sourdough, different kinds of flour and grains etc. There was a light lunch included, with fresh eggs from Thora’s henhouse and some delicious fresh bread adding more bliss to the already cozy Saturday morning. Participants went home with two breads (one not yet baked) and a dab of the very potent sourdough.